Karfan er tóm.
Um liðna helgi mætti leið 3. flokks Reykjavíkurliðunum á Íslandsmótinu í íshokkí. Liðið er í 2. sæti Íslandsmótsins.
Björninn hefur haft yfirburði í þessum flokki og er þegar búinn að tryggja sér titilinn. SA er í öðru sæti, hefur unnið þrjá leiki, gert tvö jafntefli og unnið annan þeirra leikja í vítakeppni, en tapað 7 leikjum.
SA tapaði fyrri leiknum gegn Birninum naumlega, 3-5. Liðið þurfti síðan að mæta þreytt í sunnudagsleikinn gegn Birninum, strax að loknum leik sínum gegn SR, og tapaði 2-13.
Báðir leikirnir gegn SR enduðu með vítakeppni. Í fyrri leiknum var það SR sem hafði betur, en SA vann vítakeppnina í seinni leiknum.