Tvö töp gegn Húnum, eitt stig heim

Jötnar lágu fyrir Húnum. Mynd: Sigurgeir H.
Jötnar lágu fyrir Húnum. Mynd: Sigurgeir H.


Jötnar spiluðu tvívegis gegn Húnum í Egilshöllinni um helgina. Tap í fyrri leiknum og tap eftir framlengingu í seinni leiknum.

Eftir markalausan fyrsta leikhluta hljóma tölurnar 8-5 dálítið ótrúlega, en þær eru engu að síður staðreynd.

Húnar komust yfir í öðrum leikhluta, en Hafþór Andri Sigrúnarson jafnaði. Aftur komust Húnar yfir, en Andri Már Mikaelsson jafnaði. Undir lok annars leikhluta skoruðu Húnar þriðja mark sitt og staðan 3-2 eftir annan leikhluta.

Enn jöfnuðu Jötnar, þar var á ferðinni Jóhann Már Leifsson í byrjun þriðja leikhluta. Húnar komust þá í 5-3, Ingvar Þór Jónsson minnkaði muninn í 5-4, en þá komu tvö mörk frá Húnum með stuttu millibili. Ingþór Árnason minnkaði muninn í 7-5, en Brynjar Bergmann rak smiðshöggið á sigur Húna. Lokatölur: Húnar - Jötnar 8-5 (0-0, 3-2, 5-3).

Mörk/stoðsendingar
Húnar
Úlfar Jón Andrésson 3/1
Brynjar Bergmann 3/1
Andri Helgason 0/2
Falur Guðnason 1/0
Gunnar Guðmundsson 1/0
Steindór Ingason 0/1
David MacIsaac 0/2
Refsingar: 8 mínútur

Jötnar
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Andri Már Mikaelsson 1/1
Jóhann Már Leifsson
Lars Foder 0/3
Ingvar Þór Jónsson 1/1
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Ingþór Árnason 1/0
Refsingar: 10 mínútur

Því miður finnast ekki á leikskýrslu upplýsingar um skot á mark og þar af leiðandi ekki heldur fjölda varinna skota.

Síðari leikur Jötna í þessari ferð var einnig gegn Húnum. Lokatölur urðu 3-2 Húnum í vil eftir framlengdan leik. Ekki virðist hafa verið bein lýsing frá þessum leik og leikskýrslan er ekki komin inn þannig að við höfum ekki tölulegar upplýsingar úr leiknum að svo stöddu.

Segja má að með þeim stigum sem Húnar fengu í þessum tveimur leikjum hafi þeir farið langleiðina með að tryggja sér efsta sætið í keppni B-liðanna, Húna, Jötna og Fálka. Jötnar og Húnar eiga eftir að mætast einu sinni, en sá leikur fer fram í Skautahöllinni á Akureyri þriðjudagskvöldið 26. febrúar. Bæði leiðin eiga síðan eftir að mæta Fálkum, en þeir koma í heimsókn norður í byrjun mars.