Úrslit og myndir frá innanfélagsmótinu

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Um helgina fór fram næstsíðasta innanfélagsmótið í vetrarmótaröðinni í hokkí. Hér er umfjöllun byggð á upplýsingum sem Sarah Smiley sendi fréttaritara - og svo myndir frá Ása ljós. 

3/4/5A-deild
Þegar kemur að lokamótinu á vorönninni þann 27. Apríl hafa öll liðin spilað sex leiki. Appelsínugulir eru í efsta sæti með fjóra sigra (8 stig), Grænir fylgja fast á eftir með þrjá sigra og eitt jafntefli (7 stig), en Svartir hafa einn sigur og eitt jafntefli (3 stig). Keppnin var mjög spennandi á laugardagsmorguninn og svo virtist sem allir markverðir á Akureyri væru uppteknir. Davíð Hrafnsson úr Græna liðinu var að fermast og Svarta liðið saknaði einnig markvarðar síns. Guðmundur Orri Knútsen steig þá fram fyrir sitt lið og stóð í markinu. Hann stóð sig ótrúlega vel.

Sigurður Freyr Þorsteinsson (Grænir) og Egill Birgisson (Appelsínuglir) skoruðu báðir þrjú mörk.

Það verður spennandi að fylgjast með lokamótinu ef Grænir ná að jafna forskot Appelsínugulra og ef Svartir ná loks löngu verðskulduðum sigrum.

5B/6A/6B-deild
Það voru margir spennandi leikir og jafntefli eða naumir sigrar í þessari deild. Af níu leikjum sem fram hafa farið hingað til enduðu fimm með jafntefli! Appelsínugulur hlýtur að vera happalitur því það lið leiðir einnig í þessari deild með tvo sigra og fjögur jafntefli (8 stig), Grænir og Svartir koma fast á hæla þeirra með einn sigur og þrjú jafntefli (5 stig) hvort lið. Þetta þýðir að allt er opið í þessari deild fyrir lokamótið! Það lið sem nær að vinna leiki þann 28. apríl gæti slitið sig frá hinum.

Dagur Freyr Jónasson (Svartir) var mest áberandi í markaskorun, gerði fimm mörk.

6B/7 flk deild
Það var æðislegt að horfa á krakkana. Bláa liðið vantaði leikmenn um helgina og það þýddi að margir krakkar fengu aukaleiki og spiluðu þrjá þrjátíu mínútna leiki. Ótrúleg orka sem þessir krakkar hafa! Mörk afbragðs góð mörk voru skoruð og markvörslur voru ekki síðri. Það er gaman að sjá þessa krakka auka hraðann og ná meira valdi á pökknum með hverju mótinu sem spilað er. Það er líka gaman að sjá hve margir foreldrar koma og fylgjast með leikjunum.

...

Við hlökkum til lokamótsins í vetrarmótaröðinni, sem verður 27. og 28. Apríl, áður en stóra Vormótið okkar hefst í maí!

Ásgrímur Ágústsson ljósmyndari kíkti við í höllinni á laugardagsmorguninn og myndaði nokkra af þessum vösku hokkíkrökkum sem skemmtu sjálfum sér, þjálfurunum og foreldrum um helgina - smellið á myndina til að fara yfir í myndaalbúmið frá Ása.