Víkingar á suðurleið

Verða SR-ingar lagðir í kvöld? Mynd: Sigurgeir
Verða SR-ingar lagðir í kvöld? Mynd: Sigurgeir


Okkar menn eiga mikilvægan leik í Laugardalnum í kvöld. Hvetjum SA-fólk í höfuðborginni til að mæta og hvetja.

Í kvöld fer fram mikilvægur leikur á Íslandsmótinu í íshokkí, meistaraflokki karla. Víkingar eru á suðurleið og mæta SR í Skautahöllinni í Laugardagl kl. 20.15 í kvöld. Víkingar geta með sigri í kvöld farið í 38 stig og náð þriggja stiga forystu á Björninn, en þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni laugardaginn 2. mars í Egilshöllinni. Þegar upp er staðið gæti því farið svo að ekki skipti aðeins máli að sigra í leiknum í kvöld og/eða lokaleiknum, heldur einnig hver markatalan verður.

Víkingar eru reyndar ekki eina hokkífólkið á faraldsfæti þessa helgina. Þriðji flokkur tekur þátt i helgarmóti í Egilshöllinni á laugardag og sunnudag og Ynjur mæta SR í Laugardalnum á sunnudagskvöld kl. 20.15

Það er því full ástæða til að hvetja SA-fólk í höfuðborginni til að mæta í Laugardalinn í kvöld og hvetja Víkingana til sigurs.

Staðan í deildinni (ÍHÍ).