Víkingar - SR 10-1 (2-1, 3-0, 5-0)

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson


Víkingar unnu stórsigur á SR-ingum í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í dag, 10-1. Tíu leikmenn Víkinga skoruðu eitt mark hver.

Leikskýrslan (á vef ÍHÍ). - Atvikalýsing (á vef ÍHÍ). - Myndir Elvars Freys Pálssonar.

Víkingar höfðu talsverða yfirburði alveg frá byrjun og náðu, þrátt fyrir litla mótspyrnu, að spila ágætlega gegn ungu og mikið breyttu liði SR. Markaskorunin skiptist á milli tíu leikmanna Víkinga, sem verður að teljast jákvætt og þrátt fyrir mikla yfirburði féll liðið ekki í þá gryfju að slaka á heldur keyrði á fullu allan leikinn. Lið SR á einnig skilið hrós fyrir leikinn því SR-ingar mæta með mikið breytt lið frá því í fyrra, margir ungir leikmenn sem fá nú aukið hlutverk í liðinu og þurfa því væntanlega að sætta sig við að eiga á brattan að sækja í vetur, en þessi uppbygging skilar væntanlega sterku liði innan fárra ára.

1. leikhluti
Víkingar tóku völdin á svellinu strax í upphafi leiks og sóttu mun meira, en munurinn var þó aðeins eitt mark að loknum fyrsta leikhluta. Lars Foder og Björn Már Jakobsson komu Víkingum í 2-0, en Egill Þormóðsson svaraði fyrir SR á lokasekúndum fyrsta leikhlutans. 

07:59 1-0 Lars Foder, stoðsending Orri Blöndal og Zdenek Prochazka.
10:33  2-0 Björn Már Jakobsson, stoðsending Lars Foder. 
19:47  2-1 Egill Þormóðsson, stoðsending Steinar Páll Veigarsson.

2. leikhluti
Víkingar voru fljótir að svara fyrir markið sem gestirnir skoruðu á lokamínútu 1. leikhluta, Andri Már Mikaelsson kom Víkingum í 3-1 á 23. mínútu, Zdenek Prochazka bætti við fjórða markinu skömmu síðar og Steinar Grettisson kom Víkingum í 5-1 eftir aðeins fimm mínútna leik í öðrum leikhluta.

Víkingar voru áfram mun ákveðnari og sóttu meira en SR-ingar. Þrisvar í öðrum leikhluta lentu Víkingar í því að spila þrír á móti fimm, en það kom ekki að sök því gestunum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. 

21:13  3-1 Andri Már Mikaelsson, stoðsending Andri Freyr Sverrisson, Jóhann Már Leifsson. 
22:53  4-1 Zdenek Prpchazka, stoðsending Steinar Grettisson.
25.23  5-1 Steinar Grettisson, stoðsending Andri Már Mikaelsson.

3. leikhluti
Strax í upphafi þriðja leikhluta fékk Zdenek Prochazka refsingu, 2+10 mínútur fyrir "checking to the head". Fjarvera Zdeneks hefði getað riðlað varnarleik Víkinga því hann hefur styrkt vörnina með yfirveguðum leik. Víkingar héldu þó áfram sínu striki, sóttu mun meira en gestirnir og héldu áfram að raða inn mörkunum. 

43.20  6-1 Ingþór Árnason, stoðsending Björn Már Jakobsson, Andri Már Mikaelsson.
47.01  7-1 Orri Blöndal, stoðsending Gunnar Darri Sigurðsson.
48.13  8-1 Stefán Hrafnsson, stoðsending Andri Freyr Sverrisson. 
53.13  9-1 Gunnar Darri Sigurðsson, stoðsending Sigurður Sigurðsson, Lars Foder. 
56.54 10-1 Andri Freyr Sverrisson, stoðsending Jóhann Már Leifsson, Ingþór Árnason.

Víkingar
Andri Már Mikaelsson 1/2
Lars Foder 1/2
Andri Freyr Sverrisson 1/2
Steinar Grettisson 1/1
Zdenek Prochazka 1/1
Ingþór Árnason 1/1
Björn Már Jakobsson 1/1
Gunnar Darri Sigurðsson 1/1
Orri Blöndal 1/1
Stefán Hrafnsson 1/0
Jóhann Leifsson 0/2
Sigurður Sigurðsson 0/1 
Refsingar: 28 mínútur
Varin skot: 30

SR
Egill Þormóðsson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 0/1 
Refsingar: 28 mínútur 
Varin skot: 51

Steinar Páll Veigarsson, leikmaður SR, sækir að hinum danska markverði Víkinga,
Anders Jespersen í leiknum í kvöld. Mynd: Elvar Freyr Pálsson.