Ynjur með 19 marka sigur (leiðrétt frétt)

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (12.02.2013)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (12.02.2013)


Ynjur sigruðu SR með 19 mörkum gegn engu í Skautahöllinni í Laugardal á laugardag. Fjórir leikmenn liðsins skoruðu sitt fyrsta meistaraflokksmark í leiknum.

Með sigrinum enduðu Ynjur í 26 stigum í deildinni og í 2. sæti á eftir Ásynjum. Eins og áður hefur komið fram hér hafa yfirburðir SA-liðanna verið miklir í vetur sem glöggt má sjá á stöðunni í deildinni þar sem Ásynjur sigruðu með 34 stig, Ynjur komu næstar með 26 og svo Björninn í þriðja sæti með 9 stig, en á eftir einn leik, gegn SR þriðjudagskvöldið 5. mars.

Ákveðið hefur verið að fram fari aðeins einn úrslitaleikur á Íslandsmóti kvenna í íshokkí þetta árið og fer hann fram í Skautahöllinni á Akureyri næstkomandi föstudagskvöld, 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Leikurinn hefst kl. 20 og því mun skautadiskó falla niður þetta kvöld.

Í tengslum við úrslitaleikinn er fyrirhugað að halda kvennamót í íshokkí þar sem leikmenn frá félögunum þremur etja kappi. Fréttaritari hefur ekki nákvæmar upplýsingar um fyrirkomulag mótsins eða skipan liða, en við birtum upplýsingar um það hér á heimasíðunni síðar í vikunni

Fjórir leikmenn skoruðu sitt fyrsta meistaraflokksmark í þessum leik; Elise Marie Väljeots, Harpa María Benediktsdóttir, Kolbrún Lind Malmquist og Marta Ýr Magnúsdóttir.

Upplýsingar af vef ÍHÍ um mörk og stoðsendingar.

Ynjur
Diljá Sif Björgvinsdóttir 3/1
Thelma María Guðmundsdóttir 3/0
Sarah Smiley 2/3
Sunna Björgvinsdóttir 2/2
Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/2
Harpa María Benediktsdóttir 2/1
Marta Ýr Magnúsdóttir 2/0
Hrund Thorlacius 1/1
Kolbrún Lind Malmquist 1/0
Elise Marie Väljaots 1/0 
Kristín Björg Jónsdóttir 0/2
Refsingar: 2 mínútur