Ynjur með stórsigur í Egilshöllinni

Diljá Sif Björgvinsdóttir. Mynd: Ásta J. Þorláksd.
Diljá Sif Björgvinsdóttir. Mynd: Ásta J. Þorláksd.


Diljá Sif Björgvinsdóttir og Jónína Guðbjartsdóttir báðar með þrjú mörk fyrir Ynjur í níu marka sigri. Björninn - Ynjur 1-10 (0-5, 0-0, 1-5). 

Ynjur unnu stórsigur á Birninum í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí í Egilshöllinni í kvöld. Lokatölur urðu 1-10, Ynjum í vil. Ynjur skoruðu fimm mörk í fyrsta leikhlutanum, síðan var markalaust í öðrum og aftur skoruðu Ynjur fimm mörk í þriðja leikhluta á meðan Björninn skoraði eitt mark. Jónína Guðbjartsdóttir og Diljá Sif Björgvinsdóttir skoruðu báðar þrjú mörk og áttu eina stoðsendingu.

Með sigrinum hafa eru Ynjur komnar með sjö stig og eru í öðru sæti deildarinnar.

Björninn - mörk/stoðsendingar
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0 
Ingibjörg Hjartardóttir 0/1
Refsingar: 4 mínútur 

Ynjur - mörk/stoðsendingar. 
Jónína Guðbjartsdóttir 3/1
Diljá Sif Björgvinsdóttir 3/1
Kristín Jónsdóttir 2/0 
Védís Valdemarsdóttir 1/0
Thelma María Guðmundsdóttir 1/0
Sunna Björgvinsdóttir 0/1 
Refsingar: 6 mínútur 

Tölfræði mfl. kvk (ÍHÍ)
Staðan, mfl. kvk. (ÍHÍ)