Ynjur unnu stórsigur á Birninum

Marki fagnað. Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson
Marki fagnað. Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson

Á eftir Jötnaleiknum á laugardaginn mættust Ynjur og Björninn í heldur ójöfnum leik.  Það er skemmst frá því að segja að Ynjur skoruðu 16 mörk í leiknum gegn 2 mörkum gestanna.  Gestunum til varnar þá mætti markvörður þeirra og máttarstólpi Karítas ekki til leiks en í hennar stað stóð á milli stanganna S.Agatha Árnadóttir.  Agga spilaði á síðasta tímabili með SR og er þekktari fyrir sóknartilburði en markvörslu. 

Ynjurnar eru eins og flestir vita yngra lið SA en þeim til fulltingis spiluðu nokkrar af eldri leikmönnunum með. líkt og nýjustu reglugerðir ÍHÍ leyfa.  Ynjurnar fóru mikinn og skoruðu hvert markið á fætur öðru í öllum regnbogans litum.  Ingvar Þór Jónsson þjálfari þeirra var þó ekkert sérstaklega ánægður með frammistöðuna og vildi meina að þær getu gert miklu betur.  Af fyrstu leikjum að dæma lítur allt út fyrir að SA stelpur verði mjög sterkar í vetur.