Evrópumótið: Stórt tap gegn Lettum

Lettar voru of stór biti fyrir Íslendinga í dag.

Þrátt fyrir að íslenska liðið byrjaði betur en það lettneska dugði það ekki til. Strax í annarri umferð hrukku Lettarnir í gang og spiluðu mjög vel eftir það. Íslendingar hefðu þurft toppleik til að halda í við Lettanna en það var því miður ekki upp á teningnum í dag. Úrslitin 2-12.

Skorið í leiknum:

 Ísland 
1
  1
  x      2
 Lettland
 3
3
 2 4
 x     12

Íslendingar eru nú í þriðja neðsta sæti í sínum riðli. Enn er von að liðið geti haldið sér í B-flokki en þá þarf toppleik og sigur gegn Írum í lokaleiknum í kvöld klukkan átta. Minnstu munaði að Hvít-Rússar kæmu Íslendingum til bjargar í leik þeirra gegn Króatíu í dag. Hvít-Rússar voru aðeins nokkrum sentímetrum frá því að sigra Króata og ef það hefði gerst hefðu Íslendingar fengið aukaleik um það hvort Ísland eða Króatía héldi sæti í B-flokki (að því gefnu að Króatar tapi fyrir Belgum í kvöld). Síðasti steinn Hvít-Rússa sigldi rétt framhjá steini sem þurfti að skjóta í burtu og því sigruðu Króatar.

Þegar allar þjóðirnar eiga eftir einn leik er staðan þannig að Ungverjar hafa 6 sigra, næst koma Austurríki, Írland, Lettland og Wales með 5 sigra, þá Króatar og Belgar með 3 sigra, Íslendingar með 2 sigra, Slóvakía með einn sigur og Hvíta-Rússland er enn án sigurs. Króatar og Belgar leika saman í lokaumferðinni þannig að önnur þessara þjóða fer í fjóra vinninga. Íslendingar þurfa einfaldlega sigur gegn Írum til að komast að hlið annað hvort Belga eða Króata og tryggja sér þannig aukaleikinn sem getur haldið lífi í voninni um að halda sér í B-flokki.

Lokaleikur Íslendinga í riðlakeppninni er sem sagt gegn Írum og hefst klukkan átta í kvöld.