Karfan er tóm.
Framkvæmdirnar í Skautahöllinni hafa gengið samkvæmt áætlun í sumar. Það sem af er sumri hefur náðst að smíða allt burðarvirkið og grinda upp útveggi. Á síðustu tveimur vikum hafa útveggir verið klæddir að utan og áformað er að í næstu viku komi ysta lagið í klæðninguna á útvegginn sem er úr krossvið og þá kemur lokaútlit byggingarinnar að utan í ljós. Því næst verður gólfplatan tæmd og lyfturnar fjarlægðar svo hægt verði að byrja að undirbúa ísgerðina. Framkvæmdirnar halda svo áfram innan útveggjanna en verklok eru áætluð 1. júní 2023. Ísgerðin hefst þó ekki fyrr en nýju frystivélarnar eru tengdar en þær koma um helgina til Akureyrar og mun næsta viku fara í að tenga þær svo ef allt gengur að óskum með það verður hægt að koma frosti á plötuna í annarri viku og æfingar á ís geta hafist fyrir miðjan september.