Fyrsta leik í NIAC lokið með sigri Hvítra

Slough Phantoms
Slough Phantoms

NIAC mótið hófst í dag á leik Hvítra og Blárra og voru það þær fyrrnefndu sem báru sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu.  Liðin eru mjög jöfn að styrkleika og eftir fyrsta leikhluta var enn markalaust jafntefli.  Í 2. lotu voru það hvítir sem skoruðu eina markið en þar var á ferðinni Flosrún Vaka sem skoraði af öryggi framhjá Margréti Vilhjálmsdóttur í marki Blárra. 

 

Í þriðju lotu jöfnuðu Hvítar með marki frá Hönnu Rut eftir sendingu frá Birnu Baldursdóttur.  Sigurmarkið skoruðu svo bláar skömmu fyrir leikslok en þar var að verki Guðrún Viðarsdóttir eftir barning fyrir framan markið.

Hinir bresku gestir eru svo komnir til bæjarins eftir að hafa barist í gegnum óveður hluta leiðarinnar í rútu frá Keflavík.  Hér á Akureyri er nú mikið vetrarríki um þessar mundir, snjókoma og skafrenningur þannig að gestir okkar eru nú sannfærðir um að Ísland beri nafn með rentu.  Leikurinn á morgun verður kl. 19:15.