Karfan er tóm.
Garpar og Skyttur halda sínu striki í Gimli Cup, unnu bæði leiki sína í kvöld með nokkrum yfirburðum og hafa bæði unnið alla þrjá leiki sína á mótinu. Þrír af leikjum kvöldsins unnust með nokkrum mun, Riddarar, Garpar og Skyttur unnu örugga sigra, en aðeins leikur Mammúta og Svarta gengisins var nokkuð jafn þar sem Svarta gengið hafði yfirhöndina en Mammútar náðu að tryggja sér sigurinn með tveimur steinum í lokaumferðinni.
Garpar og Skyttur halda því forystunni með þrjá sigra, Mammútar koma næstir með tvo sigra, þá Fífurnar, Riddarar og Víkingar með einn sigur en Svarta gengið og Üllevål eru án sigurs. Fífurnar og Svarta gengið eiga leik til góða á hin liðin.
Úrslit 3. umferðar:
Riddarar - Üllevål 10-1
Fífurnar - Garpar 3-8
Mammútar - Svarta gengið 5-4
Skytturnar - Víkingar 10-1
Miðvikudagskvöldið 11. nóvember fer fram frestaður leikur úr 2. umferð og eigast þar við Fífurnar og Svarta gengið. Fjórða umferð fer svo fram mánudagskvöldið 16. nóvember.
Leikjadagskrá og öll úrslit í excel-skjali hér.