Hrekkjavökuæfing hjá 1. og 2. hóp

Kæru iðkendur og foreldrar/forráðamenn!

Miðvikudaginn 5. nóvember ætlum við að gera okkur glaðan dag. Það verður þemadagur á ísnum hjá 1. og 2. hóp í tilefni hrekkjavökunnar. Við viljum bjóða foreldrum/forráðamönnum á æfingu með börnunum og að sjálfsögðu væri gaman að sjá sem flesta í búningum ☺
Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma ókeypis í höllinni. Að æfingu lokinni mun foreldrafélagið bjóða iðkendum upp á pizzu og djús en foreldrar geta keypt pizzu og djús á kr. 300.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kær kveðja,
þjálfarar, stjórn og foreldrafélag