Íslandsmótið: Leikir mánudagskvöldið 4. febrúar

Í morgun var dregið um töfluröð liðanna sem taka þátt í Íslandsmótinu og á mánudagskvöld er fyrsta keppniskvöld. Leikjadagskráin í heild verður kominn hér inn á vefinn í kvöld eða á morgun.

Ellefu lið taka þátt en fjórir leikir verða leiknir hvert keppniskvöld. Það er því villandi að fjalla um einstakar „umferðir“ mótsins þar sem átta lið leika hverju sinni en þrjú verða í fríi.

Leikir mánudagskvöldið 4. Febrúar:

Braut 2: Fálkar – Norðan 12
Braut 3: Svarta gengið - Mammútar
Braut 4: Víkingar - Kústarnir
Braut 5: Bragðarefir – Skytturnar

Ísumsjón: Víkingar, Kústarnir, Bragðarefir, Skytturnar. Liðin eru beðin um að sjá til þess að að minnsta kosti tveir frá hverju liði mæti tímanlega til að undirbúa svellið.

Uppröðun leikja fór fram áður en dregið var um töfluröð. Ýmislegt var haft til hliðsjónar við uppröðunina til að gæta jafnræðis og skal Í því sambandi skal eftirfarandi upplýst:

  • Ekkert lið leikur tvö keppniskvöld í röð á sömu brautinni.
  • Ekkert lið leikur oftar en þrisvar á sömu brautinni í mótinu.
  • Öll liðin leika eitthvað á öllum fjórum brautunum sem notaðar eru.
  • Ekkert lið á frí tvö keppniskvöld í röð.
  • Skipting leikja einstakra liða á mánudagskvöld og miðvikudagskvöld er ekki alveg jöfn. Sex af liðunum ellefu leika jafnmarga leiki á mánudögum og miðvikudögum. Hin fimm leika annað hvort fjóra á mánudegi og sex á miðvikudegi eða öfugt.

Excel-skjal með yfirliti um alla leiki og aðrar upplýsingar um mótið verður komið hér inn á vefinn í kvöld eða á morgun. Inni í því skjali má við hvert keppniskvöld sjá þrjá eða fjóra bókstafi. Mælst er til þess að tveir frá hverju liði sem talið er upp mæti tímanlega viðkomandi kvöld og vinni að undirbúningi á svellinu áður en keppni hefst. Oftast eru það liðin sem leika á brautum 4 og 5 sem sett eru í það verkefni en ekki í öllum tilvikum því ísvinnslunni er skipt jafnt á milli liðanna þannig að hvert lið þarf að taka þátt í undirbúningi fimm sinnum.