ÍSLENSKA U-20 ÍSHOKKÍLANDSLIÐIÐ HEFUR KEPPNI Á HM Í DAG

Íshokkílandslið U-20 hefur keppni í dag á heimsmeistaramótinu í 3. deild sem fram fer í Sófíu í Búlgaríu. Ísland mætir heimaliði Búlgaríu í fyrsta leik sínum en leikurinn hefst kl. 18.30 og er sýndur í beinni útseningu hér. 

Ísland er í riðli með Búlgaríu, Nýja-Sjálandi og Mexíkó en í hinum riðlinum eru Ástralía, Tyrkland, Tapei og Suður-Afríka. Ísland mætti Suður-Afríku í æfingaleik á laugardag þar sem Ísland vann 6-2.  Fylgjast má með stöðunni í mótinu og dagskránni á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. 12 leikmenn úr SA eru í liðinu en fjórir þeirra leika nú með félagsliðum erlendis.

Leikmenn SA:

Helgi Þór Ívarsson

Einar Grant

Halldór Ingi Skúlason

Róbert Máni Hafberg

Gunnar Aðalgeir Arason

Atli Þór Sveinsson

Heiðar Örn Kristveigarson

Axel Snær Orongan

Unnar Hafberg Rúnarson

Kristján Árnason

Bjartur Geir Gunnarsson

Heiðar Gauti Jóhannsson.

 

Stjórnarmaðurinn Ari Gunnar Óskarsson er að sjálfsögðu tækjastjóri liðsins og annar stjórnarmaður hann Sæmundur Leifsson er einnig við störf á mótinu sem línudómari.