Mammútar í Aberdeen

Það styttist í Evrópumótið. Fyrsta æfing Mammúta utan Akureyrar var í dag, önnur æfing í fyrramálið kl. 7.30 og svo fyrsti leikurinn á laugardag kl. 12.

Mammútar brugðu sér bæjarleið í dag, fóru frá Aberdeen til Fofar (85 km) til og tóku þar góða æfingu á "alvöru" svelli. Eftir tveggja tíma æfingu var svo tekinn stuttur æfingaleikur gegn Grikkjum sem einnig voru við æfingar í sömu krulluhöll. Leikurinn endaði 5-5 eftir fimm umferðir. Góður dagur hjá liðinu, Mammútar höfðu gott af að æfa á góðu svelli og venjast aðstæðum sem eru betri og mjög frábrugðnar því sem liðið á að venjast á skautasvellinu á Akureyri. Liðið æfir á keppnissvellinu á föstudagsmorgun kl. 7.30 og síðan er fyrsti leikur kl. 12 á laugardag. Sagt verður frá úrslitum leikja hér á krulluvefnum en einnig eru lengri pistlar um ferðina og keppnina á bloggi Mammúta, www.mammothcurling.blogspot.com. Þar verða frjálslegar frásagnir og myndir úr ferðinni.