Karfan er tóm.
SA Víkingar taka á móti Esju á heimavelli í Hertz-deildinni í kvöld kl 19.30. Nú er ljóst að þessi lið mætast í úrslitakeppninni í ár en næstu leikir munu ráða því hvort liðið fær heimaleikjaréttinn. Esja er nú með 44 stig og eiga eftir að leika 3 leiki í deildinni en SA Víkingar eru með 42 stig og eiga 5 leiki eftir. Liðin hafa mæst 6 sinnum í vetur og þar af hafa 4 leikir farið í framlengingu. Fyllum stúkuna í kvöld, miðaverð 1000 kr frítt inn fyrir 16 ára og yngri.