Karfan er tóm.
U18 stúlkna landslið Íslands í íshokkí ferðaðist í dag til Istanbúl í Tyrklandi þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í íshokkí í 2. deild daganna 27. júní - 5. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslands sendir U18 stúlkna landslið til leiks og því um spennandi tímamót að ræða. Auk Íslands eru Bretland, Holland, Ástralía Spánn, Kasakstan, Tyrkland, Mexíkó og Lettland í mótinu en Ísland er í riðli með Ástralíu og Spáni. Ísland hefur leik á mánudag en þá tekur liðið á móti Ástralíu kl. 10 á íslenskum tíma. Fylgjast má með dagskránni ásamt stöðu mótsins á heimsíðu alþjóða íshokkísambandsins. Hægt er að fylgjast með leikjum Íslands í beinni útsendingu á youtube rás Tyrkneska Íshokkísambandsins.
SA á þrettán fulltrúa í liðinu og aðalþjálfari liðsins er engin önnur en okkar eigin Jónína Margrét Guðbjartsdóttir ásamt Lauru-Ann Murphy.
Leikmenn SA:
Hilma Bóel Bergsdóttir
Katrín Rós Björnsdóttir
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
Inga Rakel Aradóttir
Lara Mist Jóhannsdóttir
María Guðrún Eiríksdóttir
Amanda Ýr Bjarnadóttir
Friðrika Stefánsdóttir
Alexía Lind Ársælsdóttir
Sveindís Marý Sveinsdóttir
Aðalheiðar Anna Ragnarsdóttir
Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir
Guðbjörg Inga Sigurðardóttir