Karfan er tóm.
Jæja nú er þetta að fara að byrja. Fyrst er það samt hópur sem kemur í kvöld. Þetta eru 200 manns sem koma á vegum Roundtable og eru þau búin að leigja höllina frá kl. 21:00 í kvöld. Við þurfum að vera tilbúin með 5 brautir og hleypa inn á svellið í hollum. Það veitir ekki af öllum lausum höndum til að sjá um þetta. Mæting í kvöld 20:00.
Síðan hefst svo undirbúningur fyrir Ice Cup. Við fáum svellið frá kl. 13:00 á sunnudag og fyrir utan flæðingar og svellagerð eru næg verkefni fyrir þá sem geta hjálpað til. Gott er að hafa með sér helstu verkfæri svo hægt sé að laga vagna, skortöflur og yfirbyggðu aðstöðuna. Það þarf að slípa steina og skipta um höld á þeim. Loka fyrir dagsbirtuna og ýmislegt fleira. Það sem ekki klárast á sunnudaginn verðum við að klára á mánudag.
Setning mótsins verður svo á miðvikudagskvöld.
Dagskrá og leikjaplan á Ice Cup 2018.
Miðvikudagur 9. Maí kl. 20:30 Opnunarhóf á Norðurslóðasetrinu
Fimmtudagur 10. Maí Leiktímar kl. 09:00, 11:30, 14:00, 16:30 og 19:00
Föstudagur 11. Maí leikur kl. 09:00, eftir þennan leik verða öll liðin sett í eina grúppu og öll liðin spila eina umferð kl. 11:30, 14:00, 16:30.
Eftir þessa umferð er liðunum skipt í tvær grúppur A og B deild eftir stöðu á töflunni, 10 í hvora deild.
Föstudagskvöld kl. 20:00 er heimsókn í verbúð Kidda.
Laugardagur 12 maí. Spilað verður á öllum 5 brautunum til að ná tveimur umferðum á öll 20 liðin. Fyrri umferð kl 9:00 og sú seinni kl 11:30.
Lokahófið verður á Greifanum og hefst borðhald kl 20:00 en húsið opnar kl 19:30.