Vorsýning LSA 2010 sunnudaginn 25. apríl kl. 17:30

Upplýsingar varðandi Vorsýningu LSA 2010.

Búningaupplýsingar neðst í frétt.

 

  • Verður haldin sunnudaginn 25. apríl kl. 17:30
  • Allir iðkendur deildarinnar taka þátt
  • Aðgangseyrir kr. 1000. Frítt fyrir eldri borgara og börn 12 ára og yngri
  • Iðkendur skulu mæta í síðasta lagi kl. 17:00, klefar verða merktir með flokkanöfnum
  • Veitingar í boði foreldrafélagsins í hléi gegn vægu gjaldi
  • Ekki tekið við greiðslukortum
  • Búningalisti á heimasíðunni
  • Sumarfrí hefst strax að lokinni sýningu
  • Muna að koma vel klædd, gott að hafa með sér teppi og jafnvel púða til að sitja á
  • Ekki gleyma myndavélinni!

Búningaupplýsingar frá þjálfurum:
D2 - verða sumarblóm. Við viljum biðja krakkana að mæta í litríkum fötum og svo búum við til blóm til að setja í hárið á þeim.
D1 - Grænn = græni hópurinn á að mæta í gulum, rauðum, appelsínugulum eða grænum fötum, þau eru ávextir.
D1 - Gulur = guli hópurinn á að mæta í svörtum leggings, boli í lit og hettupeysu sem má vera í lit eða svört og með derhúfu.
D1 - Rauður = þau eru fuglar. Fötin skulu helst vera í samlit, semsagt sirka eins litaðar buxur og peysa. Þá í einhverskonar fuglalitum, má vera t.d gulur, appelsinugulur, grár, grænn og hvítur. Þjálfarar munu búa til gogga handa öllum.
C3 - eru Lína Langsokkur og herra Níels. Stelpur eiga að vera klæddar eins og Lína og Jói eins og herra Níels.
C4 - eiga að vera klædd í litríkar regnkápur (hægt að fá mjög ódýrar í Rúmfatalagernum)
C1 - eiga að vera í gamaldags rósóttum eða litríkum kjólum, setja krullur eða slöngulokka í hár, kinnalit og varalit.
C2 - eiga að vera í skautasokkabuxum, litríkum sundbol yfir og strápilsi (hægt að kaupa pils og klippa það í "ræmur" eins og strápils), gaman að vera með sundgleraugu eða sólgleraugu
A og B hópar eru blandaðir saman og skipt upp í nokkra smærri hópa, hver og einn hópur er með sitt eigið þema og allir krakkar í þeim hópum eiga að vera með búningana sína á hreinu.