Karfan er tóm.
Aldís Kara Bergsdóttir hefur brotið blað í skautasögunni og er fyrst íslenskra einstaklingsskautara til að tryggja sig inná Heimsmeistaramót unglinga í listhlaupi. Þetta gerði hún á Norðurlandamótinu sem kláraðist í gær þar sem hún náði lágmörkunum í tæknistigum en þetta var síðasta tækifærið hennar til þess að ná lágmörkunum. Lágmörkin eru 38 stig en hún fór vel yfir þau og fékk 43.34 stig. Áður hafði hún náð lágmörkunum í stutta prógraminu tvívegis en ekki er nauðsynlegt að ná báðum lágmörkunum á einu og sama mótinu. Aldís Kara bætti einnig stigamet Íslendings í Junior keppni á Norðurlandamóti en hún fékk samanlagt 115.39 stig sem og er bæting uppá 11.87 stig en það met átti hún einnig sjálf. Niðurstaðan skilaði henni 8. sæti á Norðurlandamótinu sem er einnig besta árangur Íslendinga í Junior á Norðurlandamótinu. Það fer því allt á fullt í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið hjá Aldísi Köru en mótið fer fram í Tallinn í Eistlandi daganna 2. - 8. mars.
*iceskate.is