Fréttir

20.01.2025

Stærsta barnamótið til þessa

Það var mikil gleði í Skautahöllinni um helgina þegar stóra Barnamótið í íshokkí yngri en 10 ára var haldið þar sem voru samankomnir 160 keppendur frá Skautafélagi Akureyrar, Fjölni og Skautafélagi Reykjavíkur. Aldrei hafa fleiri keppendur tekið þátt í barnamóti áður svo við vitum af að minnsta ekki frá Skautafélagi Akureyrar en félagið átti 93 keppendur 9 ára og yngri á mótinu. Mótið tókst gríðarlega vel en sjálfboðaliðar á vegum foreldrafélags SA sem eiga veg og vanda að skipulagningu mótsins eiga hrós skilið fyrir frábæra umgjörð og utanumhald. Við þökkum öllum keppendum fyrir komuna á mótið og hlökkum til að fylgjast með öllum þessum frábæru íshokkíkrökkum á næstu árum.
18.01.2025

Íslenska U20 drengja landslið Íslands í íshokkí hefur leik á HM á morgun

Íslenska U20 drengja landslið Íslands hefur leik á morgun á Heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Belgrad í Serbíu. SA á 14 fulltrúa í liðinu auk fulltrúa í fararstjórn en yfirþjálfari SA Sheldon Reasbeck er einnig aðalþjálfari U20 liðsins. Íslenska liðið mætir Spáni í fyrsta leik kl. 15 á íslenskum tíma en það er stórt próf í fyrsta leik fyrir íslenska liðið því Spánn er líklegast eitt af sterkari liðunum í riðlinum. Auk Spánar eru Serbía, Ástralía, Belgía og Ísrael mótherjar liðsins á mótinu. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins.
18.01.2025

Shawlee og Jóhann íþróttafólk SA 2024

Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson hafa verið valin íþróttafólk SA fyrir árið 2024. Bæði tvö koma úr íshokkídeild félagsins og eru íþróttakona og íþróttakarl íshokkídeildar. Bæði tvö eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2024.
17.01.2025

U18 stúlkna landslið Íslands í íshokkí hefur leik á HM í Tyrklandi á morgun

U18 stúlkna landslið Íslands í íshokkí lagði nú í morgunsárið af stað frá Keflavík á leið til Istanbul í Tyrklandi þar sem liðið hefur leik á Heimsmeistaramótinu í 2.deild B á morgun. SA á 14 fulltrúa í liðinu í ár auk aðila í þjálfarateyminu og fararstjórn. Fyrsti leikur liðsins er á morgun kl. 13 á íslenskum tíma en þá mætir liðið Suður-Afríku í fyrsta leik mótsins en fyrir fram ætti það að vera þægilegur leikur til þess að hefja mótið á. Næstu leikir liðsins eru svo gegn Belgíu, Mexíkó og Tyrklandi sem eru allt úrslitaleikir fyrir liðið í baráttunni um verðlaunasætin í mótinu sem klárast næsta fimmtudag. Leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu en við munum setja inn link á Facebook síðu hokkídeildar fyrir leikinn en á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins má fylgjast með tölfræði og dagskrá mótsins.
16.01.2025

Dásamlegur desember í Skautahöllinni

Desember er með líflegri mánuðum í Skautahöllinni en aðsókn á almenningstímana var með besta móti í ár. Um 2000 gestir komu á almenningstímana í mánuðinum sem er að öllu jöfnu vel sóttur enda fastur liður í mörgum fjölskyldum að fara á skauta yfir hátíðirnar. Heildarfjöldi gesta á opna almenningstíma það sem af er tímabili er nú komin yfir 5000 gesti þegar skautatímabilið er hálfnað en það er með mesta móti frá því að Skautahöllin var opnum fyrir 25 árum. Fjöldinn allur af skólum og fyrirtækjum leigja allt svellið utan almenningstíma þar að auki og halda þar sín Litlu-jól.
15.01.2025

SA-Víkingar juku forskot sitt á toppi deildarinnar um helgina

Um síðustu helgi tóku SA Víkingar á móti Skautafélagi Hafnarfjarðar í tveimur fjörugum viðureignum í Skautahöllinni á Akureyri. Á laugardaginn bar SA sigur úr býtum með 5 mörkum gegn 2 en á sunnudaginn þurfi framlenginu til að skera úr um sigurinn eftir að jafnt var á með liðunum, 5-5 eftir venjulegan leiktíma.
13.01.2025

Kaflaskiptur tvíhöfði hjá U18 Víkingum

SA teflir fram tveimur liðum í U18 deildinni í vetur og um helgina héldu Víkingar suður yfir heiðar í tvíhöfða rimmu við Skautafélag Reykjavíkur. Það er óhætt að segja að rimmurnar hafi verið ólíkar því fyrri leiknum, sem fram fór á föstudaginn, lauk með 5 – 1 sigri gestgjafanna sem jafnframt reyndust þeirra fyrstu stig í vetur. Á laugardeginum var annað uppi á tengingnum og Víkingar búnir að hrista af sér rútuslenið, snéru taflinu við og unnu stórsigur, 12 – 4.
05.01.2025

SA-Víkingar í toppsætið að nýju eftir sigur á Fjölni

Í gærkvöldi mættust meistaraflokkar SA-Víkinga og Fjölnis í karlaflokki í leik sem hófst strax á eftir viðureign sömu liða í kvennaflokki. Um var að ræða hörkuviðureign sem lauk með sigri okkar manna 5 – 2. Leikurinn var samt jafnari framanaf en tölur gefa til kynna. Fjölnir opnaða markareikninginn í „power play“ um miðbik lotunnar en þar var á ferðinni Vignir Svavarsson eftir undirbúning frá Emil Alengård og Viggó Hlynssyni. Heiðar Jóhannsson jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki undir lok lotunnar með stuðningi frá Degi Jónassyni og Andra Sverrissyni.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin Akureyri

    SA - Fjölnir

    SA
    16:45 lau 8. feb
    Fjölnir
    Toppdeild kvenna
  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - Fjölnir

    SA Víkingar
    19:30 lau 8. feb
    Fjölnir
    Toppdeild karla
  • Skautahöllin Akureyri

    SA - Fjölnir

    SA
    18:45 sun 9. feb
    Fjölnir
    Toppdeild kvenna

 

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Viltu æfa Íshokkí?

 
Byrjendaæfingar fyrir 2018 og yngri kl 17:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2015, 2016 og 2017 árganga í alla skóla bæjarins.

Handbók SA - fyrirmyndarfélag

Skautafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Viltu æfa Listskauta?

Langar þig að æfa?

Það kostar ekkert að koma prófa

Skráning og frekari upplýsingar:

Listskautar: Ingibjörg Magnúsdóttir: formadur@listhlaup.is

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR (4.HÓP)

 
 
    • Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:00-17:15. Æfingarnar hefjast á upphitun afís. Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í eina viku.

    • Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.

    • Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar

    • Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér

    • facebook síða 4. hóps https://www.facebook.com/groups/230321910761187

    • Nánari upplýsingar: formadur@listhlaup.is

      • Æfingagjöld
             
          Allur veturinn haustönn/vorönn Iðkendagjald ÍSS  
      1.hópur   315.000 kr 170.000 kr 3.500 kr  
      2.hópur   230.000 kr 130.000 kr 3.500 kr  
      3.hópur   165.000 kr 90.000 kr 3.500 kr  
      4.hópur     60.000 kr 3.500 kr  

       

 

Þjálfarar Listskautadeildar
Yfirþjálfari:
Jana Omelinová
Aðrir þjálfarar (aðstoðarþjálfarar hjá 3. og 4. Hóp(byrjendahóp):
Telma Marý Arinbjarnardóttir
Varvara Voronina (dans og byrjendahópur) : thjalfari@listhlaup.is
Kristbjörg Eva Magnadóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Viðburðalisti

Skoða alla viðburði

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

 

BÓKANIRAFMÆLIHAFA SAMBAND