Karfan er tóm.
Eins og alkunna er þá frestaðist Brynjumótið vegna veðurs og ófærðar en nú blásum við í lúðra enn á ný og SA hokkídeild býður til Brynjumóts (5.fl. og yngri) dagana 2. og 3. Desember 2006.
Við reiknum með að áður útgefin dagskrá muni halda sér að öðru leiti en því að meistaraflokks leikurinn á laugardagskvöldinu verður á milli SA og Bjarnarins. Svo nú eru allir beðnir um að leggjast á bæn og biðja um gott ferðaveður og að Vetur Konungur verði í góðu skapi......
Nokkrar breitingar þurfti að gera á dagskránni til að af þessu gæti orðið þar sem SA átti að spila leik í öðrum flokki við SRinga 2. des. á þeirra heimavelli, en sá leikur er nú á dagskrá föstudaginn 8. des. kl. 21:15. en leikurinn sem átti að vera 9. des SA - Björninn í mfl. var færður fram til 2. des. og við vonum nú að þetta sé eitthvað sem allir geti sætt sig við, því þó við öll hefðum viljað halda upprunalega dagskrá , þá verðum við að sýna þá skynsemi að virða Vetur Konung þegar hann er í vondu skapi og gera síðan það besta úr hlutunum. Með Hokkíkveðjum............Reynir