Karfan er tóm.
Frostmótið er íshokkímót yngri aldursflokka og verður haldið hjá okkur um helgina. Yfir 180 keppendur eru skráðir til leiks og þetta er því eitt allra fjölmennasta barnamót sem haldið hefur verið í Skautahöllinni. Keppt er í fjórum aldurs flokkum; U12, U10, U8 og krílaflokki. Fyrsti leikur fer fram á föstudag og svo verður leikið frá laugardagsmorgni og fram að hádegi á sunnudag. Við hverjum hokkíunnendur til þess að mæta í stúkuna og sjá stjörnur framtíðarinnar. Dagskrá mótsins má finna hér.