Leikur!!!!!

Fyrsti leikur hjá S.A. verður líklegast háður 17 sept. S.A. menn þurfa að leggja leið sína í höfuðborgina og etja kappi við stórveldið í Gravarvogi, BJÖRNINN!......að þora eða skora.  En enn eitt árið eru S.A. menn að missa menn, en  Birkir Árnason er farinn til Danmerkur og mun spila með "Arhus" í fyrstu deildinni.  Þannig að mikil pressa verður á þeim leikmönnum sem eftir eru í meistaraflokki Skautafelags Akureyrar og gaman verður að sjá hvort þeir standast álagið þennan vetur.  2 nýir gamlir leikmenn hafa bæst í hópinn, þeir Matthías og Sigurður ,gaman verður að sjá hvernig þeir eiga eftir að standa sig eftir nokkur ára hlé frá íshokki. Ekki er útilokað að fleiri ný andlit bætist í hópinn en meira um það síðar. Við í S.A. vonum bara að fólk komi og fylli höllina á komandi leiktíð og öskri lungun úr sér...ÁFRAM S.A.!!!!!!!