Karfan er tóm.
Kæri Akureyringur
Að kvöldi 17. apríl hófst úrslitakeppni meistaraflokks karla í íshokkí. Liðin sem etja kappi eru SA – Skautafélag Akureyrar og SR – Skautafélag Reykjavíkur. Úrslit 1. leiksins sem spilaður var í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi urðu þau að SA vann með 5 mörkum gegn 2 heimamanna. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki hreppir Íslandmeistaratiltilinn.
Þann 19. verður svo leikur númer 2 spilaður í Skautahöllinni á Akureyri og nú þurfa SA-drengirnir virkilega á þínum stuðningi að halda og því bjóðum við þér og þinni fjölskyldu og vinum að koma og horfa FRÍTT á “svölustu og hröðustu íþrótt í heimi”