Karfan er tóm.
Seinni leikur SA og RVK í tvíhöfða helgarinnar var spilaður í morgun og lauk honum með sigri SA, 3-6. Þar með bættust þrjú mikilvæg stig í hús og stelpurnar koma heim í kvöld með sex stig. Þær eru alls með 7 stig og Reykjavík með 2.
Í heildina var spil SA stúlkna betra í leiknum í morgun en það var í gærkvöldi. Þær unnu vel saman og náðu góðu samspili. Þær byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu tvívegis í fyrstu lotu, fyrst Katrín Rós eftir stoðsendingu frá Teresu og svo Berglind Rós eftir stoðsendingu frá Ingu Rakel. Önnur lotan var jafnari og skoraði hvort lið þá tvö mörk. Fyrst Reykjavík en Sarah var fljót að svara fyrir SA. Hilma var með stoðsendinguna. Svo bætti María fjórða markinu við, stoðsendingu áttu Sarah og Katrín. Þetta er fyrsta mark Maríu í meistaraflokki og fékk hún pökkinn eins og hefð er. Reykjavík skoraði annað mark sitt svo þegar SA var leikmanni færri. Í síðustu lotunni skoraði svo Sarah þegar SA var manni færri og sjötta mark SA skoraði Berglind með stoðsendingu frá Söruh. Reykjavík tókst svo að minnka muninn í 3-6 rétt fyrir leikslok.
Mörk (stoðsendingar): Sarah 2 (2), Berglind 2, Katrín 1 (1), María 1, Teresa (1), Inga (1), Hilma (1)
Birta varði 26 skot.