Lurkurinn í miklum ham. Ljósmynd Sigurgeir Haraldsson
Á morgun kl. 14:00 mætast SA og Björninn í þriðju viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 2010. Leikurinn fer fram í Egilhöllinni í Grafarvogi og aldrei þessu vant þá verður leikurinn sýndur beint á RÚV. Það verður án efa mikil stemning í höllinni því gera má ráð fyrir því að stuðningsmenn Bjarnarins reyni að fylla húsið enda glórulaust að gera eitthvað annað á sunnudegi kl. 14:00 en að mæta á hokkíleik.Keppnin hefur farið af stað með miklum látum, liðin eru jöfn að stigum og styrkleika ef marka má fyrstu tvær viðureignirnar en nú fer að reyna enn frekar á leikmenn, á andlegu hliðina ekki síður en á þá líkamlegu. Að venju erum við nokkuð borubrattir norðanmenn og mætum dýrvitlausir til leiks. Liðið er komið suður, gistir á lúxushótelinu Cabin næstu tvær nætur, og markmið ferðarinnar er einfalt - að landa Íslandsmeistraratitli.