4 leikir í Skautahöllinni þessa helgi

Í dag laugardaginn 14. feb. er leikur í 2. flokki karla, SA vs Björninn og hefst sá leikur kl. 16,30 og strax að honum loknum (milli hálf sjö og sjö) er leikur í Mfl. kvenna, Ynjur vs Björninn. 

Seinni tveir leikir tvíhöfðans eru svo í fyrramálið kl. 08,00 og 10,00, kanski rúmlega þó.

Staðan í mfl. kvenna er sú að Ásynjur og SR hafa spilað alla sína 12 leiki, Ásynjur eru með 35 stig, unnu 11 leiki í venjulegum leiktíma en einn í framlengdum leik gegn Birninum en SR, sem er lang nýjasta liðið náði ekki að vinna leik. SR var þó mjög vaxandi allt tímabilið og þeirra besti leikur var sennilega hér á Akureyri gegn ríkjandi Deildarmeisturum þar sem þær töpuðu aðeins með tveggja marka mun 3:1 eftir markalausa fyrstu lotu.

Björninn og Ynjur hafa spilað 10 leiki og deildin klárast því þessa helgi. Björninn er með 19 stig og Ynjur eru með 12 stig. Úrslit leikja helgarinnar munu því ekki hafa áhrif á úrslitakeppnina en þar mætast Ásynjur og Björninn og byrja á heimavelli Ásynja.