Aldís Kara Bergsdóttir Skautakona LSA 2019

Á jólasýningunni í gær var Aldís Kara Bergsdóttir valin skautakona Listhlaupadeildar 2019 auk þess sem hún fékk afhenta viðurkenningu frá Skautasambandi Íslands sem Skautakona Íslands 2019.

Skautakona LSA 2019

Aldís Kara hefur verið valinn skautakona Listhlaupadeildar 2019. Aldís Kara er frábær íþróttamaður og flott fyrirmynd í sinni íþrótt jafnt á svellinu og utan þess.  Hún er deildinni sinni til mikils sóma. Aldís Kara hefur unnið alla þá titla sem hægt er að vinna á Íslandi á árinu 2019, slegið Íslandsmet í greininni margoft og jafnframt sett met á öllum erlendum mótum sem hún hefur keppt á, á árinu. Aldís Kara er að sýna stökk element sem ekki hafa sést áður hjá íslenskum junior skautara og var hún til að mynda með þrjú ólík þreföld stökk auk tvöfalds Axels í prógrömmunum sínum á tveimur síðustu mótum ársins auk þess að vera með spor og spinna á háum levelum.

Helstu afrek Aldísar Köru á árinu

Reykjavíkurleikarnir 2019 (ISU mót) 2. Sæti í Junior á nýju Íslandsmeti 108,45 stig (efst íslenskra skautarar)

Norðurlandamótið í Linköping 2019 12.sæti 103,52 stig hæstu stig íslensk skautara á NM

Vormót ÍSS 1.sæti í Junior á nýju Íslandsmeti 112,81 stig

Junior Grand Prix í Lake Placid 106,48 stig, hæstu stig íslensks skautara á JGP mótaröðinni.

Haustmót ÍSS 1.sæti á nýju Íslandsmeti 116,09 stig

Halloween Cup 2019 í Búdapest 108,61 stig, hæstu stig íslensks skautara á erlendri grundu auk þess sem hún náði lágmörkum í stutta prógramminu inn á Junior worlds

Vetrarmót ÍSS 1.sæti á nýju Íslandsmeti 127,69 stig

Íslandsmeistaramót ÍSS árið 2019  Íslandsmeistari í listhlaupi í Junior flokki.