Aldís Kara með besta árangur Íslands frá upphafi á Junior Grand Prix

Aldís Kara ásamt Darju þjálfara
Aldís Kara ásamt Darju þjálfara

Aldís Kara náði um helgina besta árangri íslenskra skautara á Junior Grand Prix sem fram fór í Ólympíu höllinni í Lake Placid. Aldís náði 106,43 stigum sem kom henni í 20. sæti á þessu sterka móti sem er besti árangur íslenskra skautara á þessari mótaröð bæði í stigum og sæti. Einnig er þetta hennar persónulega besti árangur á móti erlendis og bætti hún sig um tæp 3 stig frá Norðurlandamótinu frá því fyrr á þessu ári.

Aldís náði flottum árangri í skylduæfingum, hafnaði hún í 20. sæti af 32 með 39,28 stig og tækni stig 20,88. Í frjálsa hafnaði hún í 21. sæti með 67,15 stigum og tækni stig 33,0. Með þessum flottu stigum hafnaði okkar kona með samanlögð stigum í 20. sæti með 106,43 stigum. Við óskum Aldísi Köru og Darju þjálfara innilega til hamingju með árangurinn.