Árshátíð Skautafélags Akureyrar 2015 fimmtudaginn 30. apríl

Fimmtudagskvöldið 30. apríl verður árshátíð Skautafélags Akureyrar haldin í Golfskálanum. Hátíðin er ætluð þeim sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og er tvískipt, yngri gestirnir verða með í borðhaldi, verðlaunaveitingum og annarri dagskrá til kl. 23.00, en 16 ára og eldri halda síðan áfram að skemmta sér og öðrum eftir það.

Verð: 3.900 krónur á mann, en 2.500 fyrir yngri en 16 ára. 
Staður: Golfskálinn.
Veitingar: Veislumatur að hætti Helga Gunnlaugs, gos, kaffi en aðra drykki sér fólk um sjálft, engin sala á staðnum. 
Tími: Húsið verður opnað kl. 20, en borðhald hefst um og upp úr kl. 20.30
Dagskrá: Matur, verðlaun og viðurkenningar, skemmtiatriði, dans.
Miðasala: Við innganginn, eingöngu tekið við peningum. 
Skráning: Á facebook - En ef þú ert ekki með boð á viðburðinn getur þú skrifað skilaboð á facebook síðu Skautafélagsins á Facebook eða sent póst í skautahollina@sasport.is

 

Ætlast er til að gestir yngri en 16 ára verði í fylgd með foreldri, forráðamanni eða öðrum umsjónaraðila (t.d. liðsstjórar eða foreldrar sem taka að sér að sjá um nokkra saman).