Bikarmót Skautasambands Íslands verður haldið á Akureyri um helgina

A keppendur LSA
A keppendur LSA

Bikarmótið í listhlaupi verður haldið hér fyrir norðan helgina 28. - 30. október. Það eru 20 keppendur frá okkur skráðir til leiks í A og B keppnisflokkum af 74 keppendum alls.

Mótið hefst seinnipartinn á föstudag með opinberum æfingum fyrir stutta prógrammið hjá stúlknaflokki A og Unglingaflokki A. 

Keppni hefst svo kl. 7:30 á laugardagsmorguninn með keppni í 8 ára og yngri A. Keppni á laugardaginn stendur til kl. 16.20. Að keppni lokinni á laugardaginn fer svo fram opinber æfing fyrir keppni með langaprógrammið hjá stúlknaflokki A og Unglingaflokki A.

Keppni hefst aftur kl. 7:30 á sunnudagsmorguninn með keppni í 8. ára og yngri A og 10 ára og yngri A. Keppni lýkur svo um kl. 12:50.

Foreldrafélag LSA verður með sölu á veitingum og glaðningi til að henda inn á svellið báða dagana.

Hlökkum til að sjá ykkur í höllinni.

Upplýsingar um dagskrá mótsins er að finna hér

Dregið hefur verið í keppnisröð og er hana að finna hér