Breytingar á tímatöflu á vormánuðum

Breytingar verða á tímatöflu í skautahöllinni milli vikna nú á vormánuðum vegna móta og minnkandi starfsemi. Vikulega verða settar inn tímatöflur sem finna má hér vinstra megin í valmyndinni en þar má nú finna tímatöfluna fyrir næstu viku, 13.-19. apríl. 

Helstu breytingar eru að opnu tímarnir sem voru á mánudögum og fimmtudögum falla niður þar sem eftir er af tímabilinu. Þá verður höllinn lokuð fyrir aðra dagskrá en krullu frá 25. apríl til 2. maí þar sem fram fer IceCup í krullu. Í maí verða almenningstímar aðeins á föstudagskvöldum og laugardögum fyrir utan sunnudaginn 17. maí sem er jafnframt síðasti opnunardagurinn í skautahöllinni en þá er bæjarbúum boðið frítt á skauta. Síðustu æfingar deilda fara fram 20. maí en eftir það verður slökkt á frystivélunum.

Hjá hokkídeildinni byrjar vormót 21. apríl en eftir það verða engar aðrar æfingar í þeim flokkum sem keppa á vormótinu.