Karfan er tóm.
Mánudagana 6. og 13. janúar ætlar Krulludeild Skautafélags Akureyrar að standa fyrir sérstöku átaki til að fjölga konum í íþróttinni.
Konur eru boðnar sérstaklega velkomnar í Skautahöllina á Akureyri þessi kvöld til að kynnast krulluíþróttinni, en eru að sjálfsögðu ávallt velkomnar. Þessi tvö kvöld verður krullufólks til taks til að leiðbeina um grundvallaratriði íþróttarinnar.
Æfingarnar hefjast kl. 20.30 og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Allur búnaður er til staðar, en best er að mæta í hreinum og stömum íþróttaskóm og teygjanlegum buxum (ekki gallabuxum).