Karfan er tóm.
Fyrsta æfing gekk ágætlega og um 20 manns voru mættir til æfinga. Nóg pláss fyrir fleiri og einnig vanari krullara sem langar aðeins að skerpa á kunnáttunni. Þeim sem hafa áhuga á að mæta er bent á aðkoma með nokkuð hreina íþróttaskó og vera þæginlegum (teygjanlegum) buxum. Æfingarnar eru á mánudögum 17:15 - 18:45.
Á morgun, mánudaginn 17. október er von á hópi frá Giljaskóla í opna æfingatímann og eins er líklegt að fleiri frá fyrstu æfingu mæti. Allir sem hafa lausan tíma mega gjarnan mæta fyrir Haustmótið og aðstoða við að taka á móti hópnum eða fara í tiltekt á búnaðinum okkar.