Karfan er tóm.
Spenna er nú komin í Gimlimótið 2016. Í leikjum 5. umferðar unnu Garpar Víkinga 10 – 4 og Ice Hunt sigraði Rest 8-2. Rest heldur enn efsta sætinu með átta stig en Garpar geta jafnað þá að stigum í síðustu umferð mótsins sem fer fram miðvikudaginn 17. Feb. Nái Garpar að sigra verða liðin jöfn að stigum og jöfn í innbyrðisviðureignum. Þá telja næst endar og ljóst að þeir munu ráða úrslitum. Nái Rest tveimur endum verða þau með 23 enda en Garpar ná þá mest 22 endum. Það má því búast við hörkuleik. Ice Hunt og Víkingar munu berjast um bronsið en með sigri og 5 endum ná Víkingar að fara upp fyrir Ice Hunt.
Athugið að leikir síðustu umferðar fara frama á miðvikudaginn 17. feb. kl. 20:00. Þá leika Víkingar við Ice Hunt og Rest leikur við Garpa.