Karfan er tóm.
Í kvöld verður leikin 4. umferð í Gimlimótinu og reikna má með spennandi lokaspretti. Úrslit 3. umferðar urðu þau að Garpar rúlluðu yfir Ice Hunt, 10-2 og Riddarar lögðu Freyjur 5-2. Þetta þýðir að þegar tvær umferðir eru eftir eru Víkingar og Riddarar jafnir og efstir en þau lið leika einmitt saman í kvöld. Víkingar standa þó heldur betur þar sem þeir eiga 2 leiki eftir en Riddarar sitja hjá í síðustu umferðinni og eiga því bara einn leik eftir. Ice Hunt eiga möguleika á að blanda sér í baráttuna um dolluna en Garpar og Freyjur spila bara upp á stoltið það sem eftir er. Garpar sitja einmitt hjá í leikjum kvöldsisn en Freyjur fá Ice Hunt í heimsókn.
Stigatöflu og úrslit má nálgast hér