Ice Cup: Reglur, leikjadagskrá og viðburðir
28.04.2010
Undirbúningur fyrir Ice Cup er á lokastigi. Reglur mótsins liggja fyrir (með fyrirvara þar sem enn eru fimm erlendir keppendur á leið til landsins og ekki öruggt um komutíma).
Nokkur atriði sem mikilvægt er að keppendur á Ice Cup hafi í huga:
- Leikjadagskrá og fleira hér (excel-skjal)
- Reglur og keppnisfyrirkomulag hér (pdf)
- Helstu atriði á dagskránni:
- Miðvikudagur 28. apríl
Opnunarhóf kl. 20-21 í Rub 23 í Gilinu. Dregið í riðla, tilkynnt um fyrstu leiki.
Kíkt í verbúðina eftir opnunarhófið og erlendum keppendum komið á óvart. - Fimmtudagur 29. apríl
Leikir hefast kl. 17.30 og 20.00. Öll liðin leika einn leik á fimmtudag.
Væntanlega geta þau lið sem vilja fengið að æfa á svellinu eftir hádegið.
Munið að ganga frá skráningu á lokahófið og kaupum á aukamiðum. - Föstudagur 30. apríl
Leikir hefjast kl. 9.00, 11.30, 14.30 og 17.00. Öll liðin leika tvo leiki í dag.
Eftir síðustu leiki, um kl. 19.30, verður boðið upp á grillaðar pylsur og gamanmál í Skautahöllinni. - Laugardagur 1. maí
Leikir hefjast kl. 9.00 og 11.30, úrslitaleikir hefjast kl. 14.30. Sum liðin leika einn leik í dag og sum tvo leiki.
Lokahóf verður í sal á 2. hæð Greifans og er aðgangur fyrir fjóra leikmenn innifalinn í þátttökugjaldinu. Borðhald hefst kl. 20.00, húsakynnin opin frá kl. 19.30. Munið að skrá ykkur í sjoppunni.
·