Karfan er tóm.
Þar sem áformuðum framkvæmdum við Skautahöllina hefur verið frestað verður Ice Cup haldið vorið 2015.
Mótið verður með hefðbundnu sniði. Opnunarhóf verður miðvikudagskvöldið 29. apríl og fyrstu leikir síðdegis fimmtudaginn 30. apríl. Spilað verður allan föstudaginn og fyrri hluta laugardags, en úrslitaleikir síðdegis á laugardegi.
Dagskráin í kringum mótið verður einnig nokkuð hefðbundin, en nánar kynnt í smáatriðum síðar.
Þátttökugjaldið er 200 evrur á lið (ca. 30-31 þúsund krónur), og innifelur aðgang fyrir fjóra leikmenn á lokahóf mótsins. Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 13. apríl.
Vakin er athygli á að ekki er aðeins tekið við skráningum fullmannaðra liða heldur einnig skráningum einstaklinga, þannig að lið sem vantar leikmenn eða leikmenn sem vatnar lið, geta haft samband og við reddum málunum.
Nú þegar eru komnir tíu erlend lið og tveir og tveir erlendir keppendur sem vantar tvo og tvo með sér til að fylla í lið. (sem gera þá 12 „erlend“ lið)
Skráning er á formsite: http://fs20.formsite.com/Strympa2/form2/index.html eða hjá haralduringolfsson@gmail.com.
Nánari upplýsingar hjá haralduringolfsson@gmail.com.
Information: www.curling.is & http://www.sasport.is/static/files/af-gamla/Krulludeild/Ice_Cup/2015/ice-cup-2015-flyer.pdf