Karfan er tóm.
Svarta gengið og Üllevål höfðu fyrir þessa leiki þegar misst af möguleika á sæti í úrslitum en berjast um það hvort endar ofar - og raunar á Svarta gengið einnig möguleika á að ná jafnmörgum sigrum og Fífurnar og Riddarar. Svarta gengið hafði betur í leiknum gegn Üllevål, sigraði 8-2 og hefur nú fimm sigra, einum fleiri en Üllevål. Mammútar og Riddarar áttust við og höfðu Mammútar betur 8-4 eftir að Riddarar náðu tvisvar yfirhöndinni í fyrri hluta leiksins. Mammútar tylltu sér þar með á toppinn og eru öruggir með annað hvort 1. eða 2. sætið í deildarkeppninni og þar með sæti í 1-2 leiknum í úrslitakeppninni. Víkingar eru ásamt Mammútum öruggir með sæti í úrslitum en það fer eftir úrslitum þeirra leiks og annarra leikja hvort Víkingar enda í 1., 2. eða 4. sæti. Möguleikar næstu fjögurra liða á að komast í úrslit fara eftir úrslitum í öllum leikjum lokaumferðarinnar. Þar eru það Garpar og Skytturnar sem geta endað með sjö eða átta sigra, og hins vegar Fífurnar og Riddarar sem geta bæði komist í sjö sigra með því að vinna leiki sína í lokaumferðinni. Nánar verður farið yfir tölfræðilega möguleika á milli þessara liða á morgun eða um helgina - að minnsta kosti áður en kemur að lokaumferðinni.
Staðan fyrir lokaumferðina:
Lið | Sigrar | Töp |
Mammútar | 9 | 4 |
Víkingar | 8 | 5 |
Garpar | 7 | 6 |
Skytturnar | 7 | 6 |
Fífurnar | 6 | 7 |
Riddarar | 6 | 7 |
Svarta gengið | 5 | 8 |
Üllevål | 4 | 9 |
Eins og staðan er nú raðast Garpar fyrir ofan Skytturnar þar sem þeir unnu báðar viðureignir þessara liða. Fífurnar raðast ofar Riddurunum. Liðin eru jöfn í innbyrðis viðureignum, unnu hvort sinn leikinn, en aðeins munar 0,2 sentímetrum í meðaltalsgildinu í skotkeppninni, Fífunum í vil.
Öll úrslit og tölfræði má finna í excel-skjali hér.