Karfan er tóm.
Í kvöld verður síðasti krullutími vetrarins, þar sem framkvæmdir við Skautahöllina hefjast 1. Mars n.k. Það er því tilvalið að henda nokkrum steinum áður en lagst er í hýði. Eftir viku þurfum við svo að koma öllum krullubúnaði í geymslu og verður það vinnukvöld auglýst síðar.
Þótt krulluvetrinum sé þá formlega lokið ætlum við að halda áfram að hittast á mánudagskvöldum og gera eitthvað skemmtilegt saman. Keila, bogfimi og píla eru eitthvað sem hefur verið nefnt en þeir sem hafa einhverjar skemmtilegar hugmyndir að samverustundum eru beðnir um að setja sig í samband við stjórnarmenn.