Coupe de Printemp: Okkar stelpur stóðu sig vel


Hrafnhildur Ósk í 15. sæti, Elísabet Ingibjörg í 17. sæti.

Tvær stúlkur úr Skautafélagi Akureyrar kepptu núna um helgina með landsliði Íslands á alþjóðlega ISU mótinu Coupe de Printemps sem fram fór í Lúxemborg. Þetta voru þær Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir og Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir.

Þær kepptu báðar í flokknum Advanced Novice og náðu ágætum árangri. Hrafnhildur endaði í 15. sæti með 71,33 stig. Hún var í 15. sæti eftir stutta prógrammið og í 13. sæti í frjálsa prógramminu. Elísabet Ingibjörg endaði í 17. sæti með 67,76 stig. Hún var í 22. sæti eftir stutta prógrammið en náði að hækka sig á listanum með frjálsa prógramminu þar sem hún varð í 15. sæti, sem nægði henni til að ná 17. sætinu í heildina.

Upplýsingar af heimasíðu mótsins:
Úrslit og röð
Skor