Karfan er tóm.
Þrír leikir fóru fram í 2. umferð Gimli Cup í kvöld en einum leik var frestað til næstkomandi miðvikudagskvölds. Eftir leiki kvöldsins eru Garpar og Skytturnar í efsta sæti með tvo sigra. Fífurnar eru einnig án taps en leik liðsins við Svarta gengið var frestað til miðvikudagsins 11. nóvember.
Úrslit kvöldsins:
Víkingar - Mammútar 6-4
Üllevål - Skytturnar 1-9
Garpar - Riddarar 5-4
Svarta gengið - Fífurnar - frestað
Næsta umferð fer fram mánudagskvöldið 9. nóvember.
Öll úrslit, leikjadagskrá og reglur mótsins í excel-skjali hér. Til að sjá hvaða leikir fara fram og hverjir leikdagarnir eru er einnig hægt að skoða dagatalið efst í dálknum hér til hægri og aðeins neðar í sama dálki undir liðnum "á næstunni".
Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að í excel-skjali þar sem er að finna leikjadagskrá og úrslit er einnig að finna keppnisreglur mótsins. Fyrirliðar og leikmenn liðanna eru hvattir til að lesa þær svo ekki komi upp misskilningur þegar leikir standa sem hæst. Reglurnar hafa nú einnig verið settar á síðuna "Gimli Cup 2009" í valmyndinni hér til vinstri til glöggvunar fyrir krullufólk og til að auðvelda aðgengi að þeim (þarf ekki að opna excel-skjal).