Karfan er tóm.
Alls taka 16 lið þátt í mótinu með 66 skráða liðsmenn og nú, eins og í fyrra, eru erlendir þátttakendur á mótinu fleiri en þeir innlendu. Erlendu liðin eru níu, auk þess sem eitt lið er samsett úr tveimur Íslendingum og tveimur Ungverjum og eitt lið fær til liðs við sig svissneskan starfsmann úr Vaðlaheiðargöngunum. Erlendir keppendur nú eru því um 40. Reyndar er það svo að í tveimur af erlendu liðunum eru Íslendingar sem búsettir eru erlendis og spila krullu þar. Bjarki Steinarsson spilar með norsku liði, en þetta er í fyrsta sinn sem við fáum Norðmenn á þetta mót. Guðrún Sablow spilar með liði frá New York, en hún er Íslendingur og hefur verið búsett í New York í um 30 ár. Eitt lið kemur frá Reykjavík og fimm eru skipuð liðsmönnum úr Krulludeild SA.
Þetta er í 12. sinn sem mótið er haldið, en það hefur farið fram árlega á þessum tíma allt frá árinu 2004. Keppendur frá upphafi eru alls 742 frá 15 löndum, en nú bætast við 66 keppendur og tvö ný lönd sem ekki hafa átt fulltrúa á mótinu áður, Noregur og Ungverjaland.
Dagskrá mótsdaganna verður nokkurn veginn svona:
Miðvikudagur 29. apríl kl. 20.30: Opnunarhóf í Café Laut í Lystigarðinum
Fimmtudagur 30. apríl: Leikir hefjast kl. 17.00 og 19.30. Lauflétt stemning í höllinni um kvöldið.
Föstudagur 1. maí: Leikir hefjast kl. 9.00, 11.30, 14.00 og 16.30. Hefðbundin smökkun hjá Kidda og Jóhönnu um kvöldið.
Laugardagur 2. maí: Leikir hefjast kl. 9.00 og 11.30 og síðan úrslitaleikir kl. 14.30.
Laugardagur 2. maí: Lokahóf í veislusal á 2. hæð Greifans. Húsið opnað kl. 19, borðhald hefst um kl. 20.
Þátttökugjald er 30.000 krónur á lið og á það að greiðast í síðasta lagi fyrir fyrsta leik. Innifalið í þátttökugjaldinu er aðgangur á lokahófið fyrir fjóra, en aukamiðar á hófið kosta 4.500 krónur (fást í sjoppunni). Þátttökugjaldið má einnig leggja inn á reikning deildarinnar: 0302-13-306209, kt. 620911-1000 (sendið staðfestingu í davidvals@simnet.is).
Leikjadagskrá, reglur og lið (excel-skjal)
Reglur (pdf)