Karfan er tóm.
Reiknað er með að opnunarhófið verði stutt og laggott, taki um það bil klukkustund og á því fari fram einhvers konar dráttur, annað hvort í riðla eða í leiki fyrstu umferðar, en enn er nokkur óvissa um keppnisfyrirkomulagið vegna truflana á flugsamgöngum og því ekki ljóst á hvaða formi keppnin verður. Mótsnefndin hafði reyndar samþykkt reglur og uppsetningu miðað við 16 lið en eftir það hætti liðið frá Seattle við að koma.
Eitt lið er þegar komið til landsins, skoska liðið The Whisky Macs, sem lenti á Akureyri, fór með rútu til Reykjavíkur, leigði sér þar bíl til að keyra um Suðurland og kemur svo aftur til Akureyrar á miðvikudag. Írsk/skosk hjón koma til landsins, væntanlega beint til Akureyrar, á morgun. Einn leikmaður úr rússneska liðinu, Anton Batugin, kemur til landsins á mogrun, mánudag, og verður mótshöldurum til aðstoðar við undirbúning á svellinu, en hann starfar sem ísmaður í krulluklúbbi í Moskvu og hefur að baki bæði námskeið og margra ára starfsreynslu. Liðsfélagar hans koma síðar í vikunni. Bandarísku vinkonur okkar sem nú koma í fjórða skiptið á Ice Cup koma til landsins á miðvikudag.
Vegna óvissu um flug verður keppnisfyrirkomulag ekki kynnt fyrr en ljóst verður hvort allir erlendu keppendurnir komast til landsins. Eins og staðan er núna, ef allir erlendu keppendurnir komast sem ætla að koma, eru liðin 15. Það skal því enn ítrekað að ef einhver sem þetta les hefur áhuga á að stökkva inn í einhvers konar varalið sem myndi taka þátt ef fjöldi liða stendur á oddatölu þá eru viðkomandi beðnir um að hafa samband við Halla í s. 824 2778