Ice Cup: Verðlaun og viðurkenningar

Íslenski draumurinn lífgaði upp á mótið.
Íslenski draumurinn lífgaði upp á mótið.


Lokahóf Ice Cup fór fram í gærkvöldi. Verðlaun afhent og krullumenn heiðraðir.

Lokahóf Ice Cup var vel sótt af krullufólki, en hófið fór fram á Greifanum eins og undanfarin ár. Á lokahófinu voru Davíð Valsson og Kristján Þorkelsson heiðraðir fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu krulludeildarinnar og krulluíþróttarinnar.

Þrjú efstu liðin á Ice Cup voru verðlaunuð, ásamt sigurvegurum í B-deildinni. Þá fengu stelpurnar í Íslenska draumnum smá glaðning sem sterkasta, fallegasta og best búna liðið. Konur í öðrum liðum fengu reyndar einnig smá glaðning ásamt þeim sem höfðu unnið í sjoppunni á mótinu. Árni Arason fékk síðan persónulegan glaðning sem besti varamaðurinn.

Þá var Mark Callan færð gjöf frá krulludeildinni fyrir frábært starf hans með okkur fyrir mótið og á mótinu.

Erlendu keppendurnir á mótinu voru allir á einu máli um að mótið hafi verið frábærlega vel heppnað og voru gríðarlega ánægðir með þær móttökur og þá gestrisni sem þeir fengu frá heimafólki.