Karfan er tóm.
Eftir leiki gærdagsins eru málin aðeins farin að skýrast. Garpar lögðu Ice Hunt, 9-6 og Víkingar lögðu Freyjur 6-5. Samkvæmt lauslegri athugun virðist sem Ice Hunt sé búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina, sama hvernig leikir í síðustu umferð fara. Víkingar eru einnig komnir með annan fótinn inn í úrslitin en þurfa sigur eða gott vítaskot í síðustu umferð til að tryggja sér sæti. Görpum dugir ekkert annað en sigur í síðasta leik og Dollý þurfa einnig sigur eða hagstæða niðurstöðu í vítaskotum. Freyjur hafa lokið leik og eiga ekki möguleika á sæti í úrslitum. Leikir síðustu umferðar verða Ice Hunt á móti Víkingum og Dollý á móti Görpum.
Eins og áður segir er þetta skv. lauslegri athugun og endanleg úrslit ráðast ekki fyrr en að lokinni 5. umferð. Annars geta menn velt fyrir sér hugsanlegum möguleikum og skoðað excel-skjalið, með úrslitum og töfluröð, sem má sjá hér.