Karfan er tóm.
Fyrsta umferð úrslitakeppninnar fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 26. mars. Einnig verður leikinn frestaður leikur úr
deildarkeppninni.
Leikir mánudagskvöldið 26. mars:
Braut 2, 1v2: Mammútar - Víkingar - Mammútar hafa val um síðasta stein, Víkingar hafa val um lit.
Braut 3, 3v4: Fálkar - Fífurnar - Fálkar hafa val um síðasta stein, Fífurnar hafa val um lit.
Braut 4: Skytturnar - Svartagengið (frestaður leikur úr deildarkeppni Íslandsmótsins)
Áætlað er að undanúrslit Íslandsmótsins fari síðan fram miðvikudagskvöldið 28. mars og hefjist leikir þá klukkutíma fyrr en venjulega á miðvikudögum. Úrslitaleikir fara síðan fram laugardaginn 31. mars og er áætlað að þeir hefjist kl. 18.00.
Í undanúrslitum leika tapliðið úr leik 1v2 og sigurliðið úr leik 3v4. Sigurliðið í undanúrslitum leikur síðan til úrslita um gullverðlaun við sigurliðið úr leik 1v2, en tapliðið í undanúrslitum leikur til úrslita um bronsverðlaun við tapliðið úr leik 3v4.