Íslandsmótið: Sigur hjá Görpum og Riddurum

Garpar einir á toppnum.

Hluti annarrar umferðar Íslandsmótsins fór fram í kvöld. Tveir leikir voru spilaðir en einum var frestað. Garpar hafa unnið báða leiki sína á mótinu og eru því fremstir nú í mótsbyrjun.

Úrslit 2. umferðar:
Garpar - Fálkar  8-1
Skytturnar - Víkingar - frestað
Fífurnar - Riddarar  1-7

Garpar hafa nú tvo vinninga, en Víkingar, Riddarar og Mammútar einn vinning. Þriðja umferð fer fram mánudagskvöldið 7. febrúar en þá eigast við:

Braut 2: Riddarar - Skytturnar
Braut 3-4: Fálkar - Fífurnar
Braut 5: Mammútar - Garpar

Ísumsjón: Skytturnar, Fífurnar og Garpar.

Leikurinn sem frestað var í kvöld, Víkingar-Skytturnar, fer fram í næsta lausa krullutíma, sem er miðvikudagskvöldið 16. febrúar.